Um Nýsköpunarlausnir Ísland
Ég heiti Evgenía Mikaelsdóttir og er stofnandi og eigandi Nýsköpunarlausna. Ég fæddist í Rússlandi og ólst upp víða í fyrrum Sovétríkjunum. Ég hef búið hér á landi frá árinu 1991 fyrir utan árin 2002-2011 þegar ég var við nám og störf í Seattle, Bandaríkjunum þar sem ég lauk tvöfaldri gráðu PhD í sameinda- og frumulíffræði og MBA í nýsköpunar- og tæknistjórnun frá Háskólanum í Washington.
Gegnum áratuga long störf sem vísindamaður og störf í fagráðum Tækniþróunarsjóðs Rannís hef ég orðið vitni að þeirri miklu nýsköpun sem fer fram hér á landi. Hvort sem við vinnum í vísindum, tækni eða listum er draumur okkar sem vinnum að sköpun að árangur vinnu okkar skili sér til samfélagsins. Þekking mín og reynsla geta vonandi hjálpað einstaklingum og fyrirtækjum í nýsköpun að láta þá drauma rætast. Þess vegna stofnaði ég Nýsköpunarlausnir Ísland.
Við erum teymi sérfræðinga með breiðan bakgrunn og stórt tengslanet hér á landi og erlendis. Við veitum alhliða aðstoð við stofnun og rekstur sprotafyrirækja eða nýsköpunarverkefna, svo og ráðgjöf til þeirra sem vilja fjárfesta í nýsköpun.