Hugsa þú stórt
Við hugsum um smáatriðin

Nýsköpunarlausnir Ísland er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja, sem starfa að nýsköpun á mismunandi sviðum tækni, vísinda, lista, hönnunar og samfélagslegra mála,  og til aðila sem leita að fjárfestingarmöguleikum í nýsköpun. Einnig tökum við að okkur ráðgjöf í nýsköpunarverkefnum rótgróinna fyrirtækja, opinberra stofnana og sveitarfélaga.

Skoða meira

Um Nýsköpunarlausnir Ísland

Ég heiti Evgenía Mikaelsdóttir og er stofnandi og eigandi Nýsköpunarlausna. Ég fæddist í Rússlandi og ólst upp víða í fyrrum Sovétríkjunum. Ég hef búið hér á landi frá árinu 1991 fyrir utan árin 2002-2011 þegar ég var við nám og störf í Seattle, Bandaríkjunum þar sem ég lauk tvöfaldri gráðu PhD í sameinda- og frumulíffræði og MBA í nýsköpunar- og tæknistjórnun frá Háskólanum í Washington.

Gegnum áratuga long störf sem vísindamaður og störf í fagráðum Tækniþróunarsjóðs Rannís hef ég orðið vitni að þeirri miklu nýsköpun sem fer fram hér á landi. Hvort sem við vinnum í vísindum, tækni eða listum er draumur okkar sem vinnum að sköpun að árangur vinnu okkar skili sér til samfélagsins. Þekking mín og reynsla geta vonandi hjálpað einstaklingum og fyrirtækjum í nýsköpun að láta þá drauma rætast. Þess vegna stofnaði ég Nýsköpunarlausnir Ísland.

Við erum teymi sérfræðinga með breiðan bakgrunn og stórt tengslanet hér á landi og erlendis. Við veitum alhliða aðstoð við stofnun og rekstur sprotafyrirækja eða nýsköpunarverkefna, svo og ráðgjöf til þeirra sem vilja fjárfesta í nýsköpun.

Starfssvið okkar

Einstaklingar og fyrirtæki í nýsköpun

Við veitum ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja sem vinna í nýsköpun á sviði vísinda, tækni, lista og hönnunar. Einnig tökum við að okkur ráðgjöf í nýsköpunarverkefnum rótgróinna fyrirtækja, opinberra stofnana og sveitarfélaga.

Nánar

Fjárfestar

Við veitum ráðgjöf til aðila sem leita að fjárfestingarmöguleikum í nýsköpun.

Nánar

Ráðgjöf á ýmsum sviðum tækni og vísinda

Við bjóðum upp á ráðgjöf á ýmsum fagsviðum tækni og vísinda.

Nánar

Teymi Nýsköpunarlausna

Mannauður okkar felst í því að við komum úr mörgum áttum með mikla og fjölbreytta reynslu.

Evgenía Mikaelsdóttir

PhD, MBA. Stofnandi og eigandi

Nánar

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Læknir, M.Sc. Meðeigandi

Nánar

Leifur Valentín Gunnarsson

Lögfræðingur

Nánar

Arnar Evgení Gunnarsson

Vélaverkfræðingur

Nánar

Hrafnhildur Agnarsdóttir

Lífupplýsinga- og kerfislíffræðingur

Nánar

Lydia Holt

Textasmiður

Nánar

Snorri Sturluson

Markaðsráðgjafi

Nánar

Tilkynningar & fréttir

Einn styrkur í viðbót úr samkeppnissjóði til viðskiptavinar Nýsköpunarlausna!

May 19, 2021

Einn styrkur í viðbót úr samkeppnissjóði til viðskiptavinar Nýsköpunarlausna!

Hafa samband

Nýsköpunarlausnir Ísland

Sunnuvegur 19
104 Reykjavík
Ísland

Sími: +354-696-6234
Netfang: evgenia@nyskopunarlausnir.is