Teymi Nýsköpunarlausna
Mannauður okkar felst í því að við komum úr mörgum áttum með mikla og fjölbreytta reynslu.
Evgenía Mikaelsdóttir
PhD, MBA. Stofnandi og eigandi
NánarLokaMenntun: PhD í sameinda- og frumulíffræði frá University of Washington (2010); MBA með áherslu á nýsköpun og tæknistjórnun frá University of Washington (2008); M.Sc. í krabbameinslíffræði frá Háskóla Íslands (2002); B.Sc. í sameindalíffræði og skyldum greinum frá Háskóla Íslands (1999); B.Ph.Isl í íslensku fyrir erlenda stúdenta frá Háskóla Íslands (1994).
Starfsreynsla: Verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu (2013-2020); faglegur matsaðili í fagráðum Tækniþróunarsjóðs Rannís (frá 2016); sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu (2011-2013); vísindastörf við University of Washington og Fred Hutchinson Cancer Research Center (2002-2011); rannsókna- og vísindastörf við Krabbameinsfélag Íslands og Blóðbankann (1996-2002); túlkur og þýðandi á rússnesku og ensku frá 1989 og íslensku frá 1994. Mikil reynsla af mati viðskiptaáætlana fyrirtækja, umsókna sprotafyrirtækja í opinbera sjóði, skipulagi og stjórnun verkefna. Góð þekking á landslagi nýsköpunar á Íslandi. Víðtæk þekking á ýmsum sviðum lífvísinda og reynsla af öllum helstu aðferðum sameinda- og frumulíffræði og lífefnafræði. Reyndur túlkur og þýðandi með áratuga reynslu af störfum fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga.
Gunnar Bjarni Ragnarsson
Læknir, M.Sc. Meðeigandi
NánarLokaMenntun: Sérnám á Íslandi (1998-2002) og í Seattle, Bandaríkjunum (University of Washington (2002-2004) og Fred Hutchinson Cancer Research Center (2004-2008) í almennum lyflækningum og krabbameinslækningum með áherslu á ónæmismeðferð krabbameina (sérfræðipróf 2008); M.Sc. í ónæmisfræði krabbameina frá Háskóla Íslands (2002); Cand.med. frá Læknadeild HÍ (1998).
Starfsreynsla: Sérfræðilæknir á Krabbameinsdeild Landspítalans (frá 2011) og yfirlæknir (2015-2020); sérfræðilæknir við University of Washington og Fred Hutchinson Cancer Research Center (2008-2011). Leiddi fasa 1/2 klínískar rannsóknir við Fred Hutchinson Cancer Research Center 2004-2011 þar sem voru þróaðar og framleiddar krabbameinssértækar ónæmisfrumur (T-eitilfrumur) til meðferðar á hvítblæði eftir stofnfrumuskipti. Reynsla af uppbyggingu og notkun c-GMP einingar (e. Clinical Good Manufacturing Procedures) til framleiðslu á T-eitilfrumum til notkunar í sjúklingum, stöðlun aðferða og gæðaeftirliti, styrkumsóknum til rannsóknasjóða og samskiptum við Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA). Hefur tekið þátt í og leitt klínískar rannsóknir á Landspítala með áherslu á ónæmismeðferð krabbameina og ýmis gæða- og umbótaverkefni á Landspítala, s.s . þau sem snúa að rafrænni sjúkraskrá og stafrænum lausnum í meðferð sjúklinga (e. digital care). Talsverð reynsla að skrifa og meta styrkumsóknir til islenskra og alþjóðlegra rannsóknasjóða.
Leifur Valentín Gunnarsson
Lögfræðingur
NánarLokaMenntun: MA frá lagadeild HÍ (2018); BA frá lagadeild HÍ (2015).
Starfsreynsla: Leifur hefur starfað á hinum almenna og opinbera markaði og hefur góða reynslu af almennum lögfræðistörfum og þá sér í lagi vinnurétti og stjórnsýslu.
Arnar Evgení Gunnarsson
Vélaverkfræðingur
NánarLokaMenntun: M.Sc. í vélaverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (2019); B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands (2017).
Starfsreynsla: Arnar hefur fengist við forritun frá 2014 og forritar í Python, Matlab, Java, C og C++. Hans sérgrein innan vélaverkfræði er hönnun og þróun stærðfræðilíkana sem spá fyrir bilun í vélum og byggja m.a. á sveiflugreiningu (e. vibration analysis). Hann hefur einnig starfað við sjálfviknivæðingu framleiðsluferla með forritun, gagnagreiningar og smíði hugbúnaðarlausna á grundvelli þessara greininga, hönnun vélhluta og uppsetningu upplýsingatækni/servera fyrir fyrirtæki.
Hrafnhildur Agnarsdóttir
Lífupplýsinga- og kerfislíffræðingur
NánarLokaMenntun: MSc. Í lífupplýsinga- og kerfislíffræði frá Danmarks Tekniske Universitet (2020); B.Sc. í líffræði frá Haskóla Íslands (2018).
Starfsreynsla: Helstu verkefni Hrafnhildar hafa verið á sviði tölfræði og erfðafræði, en hún einnig hefur starfað í hugbúnaðarþróun og gagnagreiningu frá árinu 2019. Hún hefur líka fengist við hönnun spálíkana, úrvinnslu og greiningu RNA og DNA gagna í erfðamengja- og víðerfðamengjafræðum sem eru liður í hennar sérhæfingu, með áherslu á bayesískar tölfræðiaðferðir á sviðum erfða-, líf-, þróunar- og líftölfræði og hugbúnaðarþróun fyrir slíkar aðferðir.
Lydia Holt
Textasmiður
NánarLokaMenntun: BA/MA í sagnfræði frá Mount Holyoke (1998).
Starfsreynsla: Lydia er auglýsingatextahöfundur og hefur starfað við auglýsingagerð frá 2017. Hún hefur búið til efni fyrir samfélagsmiðla, heimasíður og auglýsingaherferðir á netinu. Lydia er enskumælandi frá Bandaríkjunum, er með bakgrunn í ritlist (e. creative writing) og hefur talsverða reynslu af textagerð, ritvinnslu og ritstjórn.
Snorri Sturluson
Markaðsráðgjafi
NánarLokaMenntun: BA í heimspeki frá HÍ (2019).
Starfsreynsla: Snorri hefur áratuga reynslu af störfum í markaðs- og auglýsingamálum í New York og Reykjavík með fjölbreyttum hópi viðskiptavina, m.a. með frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum. Verk hans eru margverðlaunuð bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi.